Undirskriftarsöfnun gegn frumvarpi um frjálsa sölu áfengis.

Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans

Þessi umræðuþráður hefur verið sjálkrafa búinn til vegna undirskriftarsöfnunar Undirskriftarsöfnun gegn frumvarpi um frjálsa sölu áfengis..


Gestur

#76 Re:

2016-03-21 20:57

#51: -  

 Ég er á móti sölu áfengis í matvöruverslunum.


Gestur

#77

2016-03-21 22:36

I like things as they are, adults have unlimited admittance to alcohol in Iceland.

Gestur

#78

2016-03-21 23:01

No, never.

Gestur

#79

2016-03-21 23:11

Kæri þingmaður.
Það yrði slys og óafturkræf breyting ef sala á áfengi verður færð frá ÁTVR yfir í almennar verslanir. Núverandi fyrirkomulag er ótrúlega skynsöm sala á böli, með almannahagsmuni í huga.

Gestur

#80

2016-03-21 23:38

Ég vil ekki gera aðgengið auðveldara fyrir börn og ungmenni né heldur þá sem eru veikir fyrir áfengi því þeirra val kemur oftast niður á saklausum börnum sem búa við slíkar aðstæður. Að auki tel ég að neysla áfengis muni aukast.

Gestur

#81

2016-03-22 00:05

Ég skil bara ekki af hverju þessi umræða er enn í gangi!!! Er fólk í alvörunni fylgjandi þessu??

Gestur

#82

2016-03-22 00:49

Ég er á móti því að áfengi sé selt í matvöruverslunum, fyrikomulagið sem er nú hentar vel fyrir svo litla þjóð. Hugsum um ungmenni þessa lands og þá sem hafa fallið í áfengisgildru.

Gestur

#83

2016-03-22 09:03

Bæði vegna forvarna og vegna þess að ég er mjög ánægð með þá þjónustu og vöruúrval sem viðskiptavinir ATVR njóta.

Gestur

#84

2016-03-22 12:28

Fráleit hugmynd

Gestur

#85

2016-03-22 15:04

Tökum mark á rannsóknum sem sýna fram á aukna drykkju með auknu aðgengi.


Gestur

#86

2016-03-22 21:29

Ég tel að frjáls sala áfengis sé ógn fyrir lýðheilsu okkar, þess vegna er ég á móti henni

Gestur

#87

2016-03-22 21:33

Áfengi í verslanir þýðir fyrir lögráða/fullorðna verri gæði áfengis á hærra verði, takmarkað úrval og einokun fárra. Áfengi í verslanir þýðir fyrir ólögráða að það er of auðvelt fyrir þau að nálgast það og með því að staðsetja það í verslanir er verið að gefa þau skilaboð að það sé bara jafn saklaus vara og mjólk. Nei takk!

Gestur

#88

2016-03-22 22:03

Auðveldara aðgengi að áfengi mun auka neysluna, á því er enginn vafi. Það stríðir á móti lýðheilsumarkmiðum.

Gestur

#89

2016-03-26 17:56

Ég skrifaði undir, vegna þess að samkvæmt tölfræði Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunarinnar, eykur aðgengi bæði neyslu og vandamál sem tengjast neyslu. Ég hvet þig til þess sama og deila.

Gestur

#90

2016-04-04 01:02

Frumpvarpstextinn viðurkennir að sölu áfengis í búðum geti leitt til aukinna drykkjuvandamála og að það þyrfti að styrkja ýmsar forvarnir. Er þetta "frelsi" sem er sóst eftir of dýru verði keypt ?

Gestur

#91

2016-04-04 23:44

Èg vil ekki sjà það að börnin mín eða barnabörn alist upp við þær aðstæður þar sem eðlilegt þykir að kaupa àfengi með grænmetinu. Að þegar barn er sent ùt í búð að kaupa mjòlk standi manneskja fyrir framan það að kaupa sixpack. NEI TAKK

Gestur

#92

2016-04-08 13:26

Ég skora á aðra að vera með í að skrifa undir

Gestur

#93

2016-04-17 21:45

Las ranglega, vinsamlegast takið undirskrift mína af þessum lista og staðfestið við mig!
Bkv. Berglind