Staðlota áfram á Bifröst

Kæru samnemendur. Skólinn okkar hefur, án samráðs við nemendur, að breyta skipulagi á staðlotum. Ætlunin er að seinni staðlota haustannar og fyrri staðlota vorannar verði eingöngu á Teams. Fyrir mína hönd get ég ekki hugsað mér að missa staðlotu á Bifröst. Staðlota er eitthvað alveg einstakt og eitthvað sem maður vill ekki vera án. Þarna hittast bæði samnemendur og kennarar, en með því að hittast í eigin persónu næst betri tenging en nokkurn tíma er er hægt að ná á Teams. Staðlota er tækifæri til að komast úr amstri hversdagsins, gefur nemendum tækifæri til að einbeita sér að lærdómnum í sveitasælunni. Nemendur sem mæta á staðlotu finna sína bestu hópfélaga þar, bæði fyrir þau verkefni sem eru í vinnslu á þeim tíma, en einnig fyrir komandi verkefni eins og t.d. misserisverkefnin. En staðlotan snýst ekki bara um að læra, því að loknum lærdómsríkum degi koma nemendur saman og skemmta sér, styrkja tengslin og efla samstarfið.

En að máli málanna. Við eru stór hópur grunnnema sem vorum á staðlotu sumarannar. Miklar hita umræður urðu þegar nemendur fréttu af þessum áformum skólans. Undantekningarlaust vorum við hjartans sammála um að staðlota er eitthvað sem verður að vera áfram á Bifröst. Staðlota er eitt af því sem skapar námi við Háskólann á Bifröst sérstöðu. Það var því niðurstaða okkar að þessari ávörðun verði að snúa og það strax. Til að rödd okkar heyrist þurfum við hjálp allra sem vilja halda staðlotum á Bifröst óbreyttum.

Séuð þið sammála og viljið berjast með okkur til að snúa þessari afleitu ávörðun, viljum við biðja ykkur um að skrifa undir þennan undirskriftalista, en einnig að skrifa skólanum tölvupóst og láta ykkar álit á þessari ákvörðun í ljós.


Halldór Kjartan Þorsteinsson    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Halldór Kjartan Þorsteinsson to hand over the information I provide on this form to those who have power on this issue.

We will not display your email address publicly online.

We will not display your email address publicly online.







Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...