Við mótmælum öllum byggingaráformum á Sjómannaskólareitnum (Þ32)

Við undirrituð mótmælum öllum byggingaráformum á Sjómannaskólareitnum (Þ32) í Reykjavík.

Við hvetjum þig til að kynna þér vandlega þau málefni er varða sjálfsprottnu grænu svæðin á Sjómannaskólareitnum í Reykjavík. Sérkenni þeirra, menningarminjar og þýðingu fyrir Háteigshverfið og Reykjavíkurborg.

Við hvetjum þig einnig til að kynna þér tillögur um breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 - Sjómannaskólareitur (Þ32), Veðurstofuhæð (Þ35) og deiliskipulagi fyrir Sjómannaskólareit. Verði þær að veruleika mun tiltekin byggð skyggja á Sjómannaskólann úr vestri, austri og suðri og Vatnshólinn úr austri.

Einnig hvetjum þig til að heimsækja Vatnshólinn sjálfan, rölta upp og njóta útsýnisins og töfranna sem hann hefur að geyma, bæði að sumri og vetri, í birtu og myrki, leggjast í sólbað eða baða þig í norðurljósadansi og stjörnuhröpum þar sem hóllinn lyftir þér ofan við ljósastaurana. Vatnshóllinn er kennileiti hverfisins og griðarstaður íbúa. Umhverfi hans er uppspretta ævintýra, útivistar og samveru hverfisbúa. Svo við tölum nú ekki um aðdráttaraflið sem hann hefur fyrir börn. Útivist og leikur í náttúrunni er það sem hefur mótað Íslendinga frá örófi alda, á tímum tölvuleikja og nútímatækni er mikilvægt að börnin hafi eitthvað í sínu nær umhverfi sem hvetur þau til útiveru og ævintýrasköpunnar á þann hátt sem Sjómannakólareiturinn í heild sinni gerir. 

Hér er linkur í mótmælabréf sem Vinir Vatnshólsins munu senda á borgarráð, borgarstjórn, skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar og skipulagsfulltrúinn í Reykjavík ásamt undirskriftalista þessum. 

https://drive.google.com/file/d/0B1a93_BVzrlBc3hSclZhVi1fNmhtdUF5WmkyNkdUTXduWGJ3/view?usp=sharing

Við Vatnshólinn má heyra hverfishjartað slá og við viljum hlusta áfram.

Bestu þakkir,

Vinir Vatnshólsins

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Vinir Vatnshólsins to hand over the information I provide on this form to those who have power on this issue.

We will not display this information publicly online.







Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...