Við fordæmum aðfarir, fangelsun og ofsóknir gegn mæðrum og börnum

Athugasemdir

#215

Þetta er klár aðför að móður sem ver börnin sín og þetta er ekki í samræmi við Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna.

Sólveig Guðmundsdóttir (Reykjavik , 2023-11-29)

#221

Ég er ekki samþykk þessari aðför gegn móður sem er að vernda barnið sitt gegn ofbeldisfullum og narsisískum föður!

Kristbjörg Guðmundsdóttir (Garðabær , 2023-11-29)

#231

Skrifa undir til að styðja

Hafdis Hafdal (Selfoss, 2023-11-29)

#232

Ég er mótfallin því að Edda Björk Arnardóttir og börn hennar verði aðskilin og einnig að hún verði framseld til Noregs

Hjalti Ólafsson (Reykjavík , 2023-11-29)

#236

Ég mótmæli aðförum að börnum og mæðrum sem bera hagsmuni barnanna fyrir bjósti. Ég mótmæli því að ekki sé hlustað og farið eftir vilja barna. Ég mótmæli því að eignaréttur sé ofar tilfinningalegum tengslum við börn. Ég mótmæli Þeirri aðför sem gerð hefur verið að Eddu Björk og Helgu Sig og þeirra börnum.

Jónína Óskarsdóttir (Reykjavík, 2023-11-29)

#239

Ég styð Eddu

Ósk Ómarsdóttir (Hafnarfjörður, 2023-11-29)

#316

Börn geta talað sjálf!!

Hafrós Einarsdóttir (Reykholahreppur, 2023-11-29)

#321

Þarf ađ stoppa þetta ofbeldi sem yfirvaldiđ tekur svo þátt í. Þarf ađ hlusta á börnin.
Líf án ofbeldis

Vala Sif Jónsdóttir (Reykjavík, 2023-11-29)

#322

Ég vil að fyrst og fremst sé hlustað á vilja barnanna, þau eru tvímælalaust þolendur í málum sem þessu. Óharnaðir ungir drengir sem eru þó orðnir nægilega þroskaðir til að vita hvar þeirra skjól er. Ég vil að börn fái að njóta vafans og að starfsmenn barnaverndar noti alla sína orku í þágu barnanna, ekki í þágu ofbeldisfulls foreldris.

Helga Snædal (Kópavogur, 2023-11-29)

#324

Ég dáist að baráttuþreki Eddu og skil ekki að litið sé framhjá vilja og þarfa barnanna ❤️

Bergþóra Snæbjörnsdóttir (Reykjavík, 2023-11-29)

#326

Vilji barna skv barnasáttmála um búsetu ekki virtur. Engin ástæða er til að setja móður í gæsluvarðhald ef málið snýst um það að hún mæti fyrir rétt ætti að vera auðvelt að beita rafrænu eftirliti og sjá til þess að hún mæti. Og síðast en ekki síst er hlutverk barnaverndar að vera fulltrúar barnanna og ef má miða við umfjöllun þá hafa þeir brugðist starfsskyldum og þurfa að sæta rannsókn á embættisfærslum sínum

Guðlaug Geirsdóttir (Reykjavík, 2023-11-29)

#335

Hlustið á börn þegar þau tjá sig um ofbeldi af hendi foreldra! Hlustið að vilja stálpaðra barna sem segja hvar þau vilja búa! Hlustið!!!!

Margrét Inga Gísladóttir (Reykjavík, 2023-11-29)

#343

Enginn er sem móðir.

Kristjón Sigurðsson (Kópavogur, 2023-11-29)

#346

Ég vil að stjórnvöld stöðvi þessa aðgerð strax og verndi börn og foreldra á Íslandi og virði rétt og skoðanir barna!

Ástríður Magnúsdóttir (Hella, 2023-11-29)

#350

Velferð barna á alltaf að vera forgangsatriði.

Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir (Selfoss, 2023-11-29)

#382

Réttur barnanna og móður er ekki virtur og lítur út fyrir að líf drengjanna eigi eftir að verða erfitt og sorglegt ef vilji þeirra er í engu virtur. Íslensk yfirvöld ættu að girða sig í brók.

Kolbrún Erna Pétursdóttir (Reykjavík , 2023-11-29)

#384

Ég styð kröfur Lífs án ofbeldis.

Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir (Kópavogur, 2023-11-29)

#386

hegðun barnaverndar og annara yfirvalda i þessi mali er oraunverulega slæmt. Afhverju er ekki hlustað á börnin og það sem þau vilja gera?! Þau eiga að vera i fyrsta sæti og engin nema móðirin (Edda) er búin/n að leggja sitt af mörkum til þess að gæta hagsmuna barnanna. Þau eiga eftir að lifa með þessi allt sitt líf. Að auki er faðirinn ofbeldismaður og hefur viðurkennt að hafa lamið barnið sitt nema bara í öðru máli. Hvernig stendur til að það sé í lagi?

Anya María Mosty (Reykjavík, 2023-11-29)

#393

Aðfarir BARNAVERNDAR og lögreglu í máli Eddu Bjarkar eru ömurlegar og í engu samræmi við glæp hennar, sem er að vernda börnin sín og fórna öllu til þess.

María Karen Ólafsdóttir (Reykjavik, 2023-11-30)

#398

Aðgerðir sem þessar gæta ekki meðalhófs, eru ekki til þess fallnar að vernda börn og taka ekki mið af því hversu skaðlegar þær reynast bæði börnum og mæðrum þeirra og þá einkum þeim sem búið hafa við líkamlegt og andlegt ofbeldi.

Ásta Þórdís Skjalddal (Reykjavík, 2023-11-30)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...