Stöðvum fyrirhugaða lokun á Vin

Athugasemdir

#1004

Þetta skiptir öllu máli fyrir þá sem nota þessa þjónustu en nánast engu máli í bókhaldi borgarinnar.

Hildur Bjarnason (Árborg, 2022-12-09)

#1032

Á ekki að loka.

Kristjana Jóhannesdóttir (Hafnarfjörður , 2022-12-09)

#1036

Þetta má alls ekki gerast.

Kolbrún Jarlsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#1037

Vin á Hverfisgötu, dásamlegt starfsfólk, dásamlegir sjálfboðaliðar.
Þetta fólk og þessi starfsemi bjargaði lífi mínu.

Þór Örn Víkingsson (Kaupmannahöfn , 2022-12-09)

#1048

Þetta er röng forgangsröðun.

Auður Þóra Björgúlfsdóttir (Reykjavík , 2022-12-09)

#1050

Allir verða að eiga stað

Jónína Sigurjónsdóttir (Hveragerði, 2022-12-09)

#1051

Mótmæli harðlega þessari andfélagslegu ákvörðun!

Guðbjörg Sandholt Gísladóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#1054

Óboðlegt, algjörlega.

Jón Baldursson (Kópavogur, 2022-12-09)

#1056

Það er algjörlega siðlaust og mannvonska að loka Vin😘

Kristín Alfreðsdóttir (Akureyri, 2022-12-09)

#1062

Það er lifsnauðsynlegt að þeir sem eru veikir hafi stað þar sem þeir fa samveru,ummönnun og hlýju.

Asta Stefansdóttir (Reykjavik, 2022-12-09)

#1064

Að það er glæpsamlegt að ætla loka Vin. Það er fólk sem fer aðeins á fætur á morgnanna útaf því að það hefur Vin til að fara til. Annars færi það ekki á fætur og guð veit hvað kemur fyrir þetta fólk þá!

Fanney Hanna Valgarðsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#1065

Ég mótmæli þessari aðför

Vilhjálmur Stefánsson (Blönduós , 2022-12-09)

#1069

Fyrr má nú breyta Raðhúsinu í leikskóla og borgarfulltrúar vinni að heiman en að loka eigi lífsnauðsynlegu skjóli fyrir þá sem það þurfa!

Lena Lenharðsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#1080

Þurfum að efla þjónustu við geðfatlaða alls ekki draga úr

Ástríður Kristinsdóttir ( Egilsstaðir, 2022-12-09)

#1083

Það er ekki i boði að loka þessu úrræði!

Tinna Jónsdóttir (Reykjavík , 2022-12-09)

#1087

Mér finnst fullkomlega fáránlegt að loka þessu!
Ef taka á fjármálahliðina á þetta þá mun lokun þessa úrræðis leiða til þess að mun fleiri munu leita á Landpítalann með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið sem verðir LANGTUM hærri heldur en ef þessu úrræði væri haldið opnu!

Ólafur Þórðarson (Reykjavík, 2022-12-09)

#1099

Þetta er mannvonska

Valdís Stefánsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#1100

Glórulaust að leggja niður eitt mikilvægasta úrræði borgarinnar.

Ólafur Haukur Kristinsson (Reykjavik, 2022-12-09)

#1121

Það er fáránlegt að loka þessu

Katrín Helga Ágústsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#1124

Vin er ótrúlega mikilvægur staður fyrir marga í viðkvæmri stöðu.

Una Margrét Árnadóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#1125

Ég skrifa undir, því mér er fullkomnlega misboðið að Reykjavíkurborg skuli sýna þá lágkúru að firra geðfatlaða - það fólk sem höllustum fæti stendur í samfélaginu - þeim björgum sem skipta sköpum fyrir andlega heilsu þeirra. Það hlýtur að vera hægt að skera niður kostnað í yfirbyggingu frekar en að loka Vin.

Hallfríður Þórarinsdóttir (Reykjavik, 2022-12-09)

#1126

Ég skrifa undir vegna þess mér finnst það óhugnanlegt að spara á fólkinu sem halla undir fæti og búin að finna " vin " sem gefur þeim von. Það á að spara í staðinn á launum ráðamanna hjá Reykjavíkurborg

Monika Abendroth (170 Seltjarnarnes, 2022-12-09)

#1135

Þetta er lífsnauðsynlegt athvarf fyrir þá sem mega minnst við því að verða fyrir þjónustuskerðingu

Konrad Hentze (Ísafjörður , 2022-12-09)

#1136

Vegna þess að mér ofbýður að sparnaður í nútímasamfélagi eigi að bitna alvarlega á einstaklingum sem eru afar viðkvæmir fyrir breytingum og lýðheilsu þeirra er ógnað. Þetta er öryggi og skjól margra sem eiga erfitt með að fóta sig í samfélaginu.

Ingibjörg Einarsdóttir (Ísafjörður, 2022-12-09)

#1140

Þessi starfsemi má alls ekki falla niður að neinu leiti

Sólveig Jónasdóttir (Reykjavíl, 2022-12-09)

#1143

Það er verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.

Sigríður Valdás Þorgilsdóttir (Hafnarfjörður, 2022-12-09)

#1144

Skítlegt hve mikið er tekið af þeim sem ekki hafa vald til að standa upp fyrir sér.

Sölvi Freyr (Njarðvik, 2022-12-09)

#1149

Mjög mikilvæg starssemi fyrir það fólk sem nýtir þessa þjónustu

Inga Dóra A. Gunnarsdóttir (Hafnarfjörður, 2022-12-09)

#1157

Ég skrifa undir þessi mótmæli því mér finnst virkilega sorglegt að sjá niðurskurð borgarinnar hafa afdrífaríkar afleiðingar fyrir þá sem minnst mega sín í okkar samfélagi.
Lokun Vinjar mun spara borginni 50 milljónir króna á ári. Það er ekki mikill peningur fyrir borgina en rekstur Vinjar skiptir öllu máli fyrir þá sem nýta sér starfsemina. Þessi sparnaður mun ekki reynast sparnaður í raun þar sem þessir einstaklingar munu þurfa aðra heilbrigðis- og félagsþjónustu sem er að öllum líkindum mun dýrari en rekstur Vinjar. Aðrir munu mögulega veslast upp og deyja fyrr en ella, vegna félagslegrar einangrunar og/eða sjálfskaða.

Sóley Ómarsdóttir (Reykjavík, 2022-12-09)

#1162

Mér finnst þessi starfsemi mjög mikilvæg f samfélagið

Þorbjörg Hakonardottir (Reykjavik, 2022-12-09)

#1171

Vin er lífsnauðsyn

Svanhvít Tryggvadóttir (Reykjavik , 2022-12-09)

#1189

Þetta er grímulaust brot á mannréttindum

Haraldur Jónsson (Reykjavík, 2022-12-09)

#1194

Einangrun er àkaflega hættuleg og geđheilbrigđiskerfiđ hefur veriđ ì lamasessi lengi. Stòr hòpur fòlks sem er ekki tekiđ međ ì samfèlaginu, oft viđkvæmustu og stundum fallegustu einstaklingarnir, bræđur okkar & systur eiga einna helst möguleika à ađ nà ađ blòmstra ì skjòlum sem þessu; kynnast, finnast þeir verđugir og eignast fèlaga.

Guđrùn Steingrimsdòttir (Reykjavík , 2022-12-09)

#1198

það má bara alls ekki loka þessum einstaka stað!

Hrafnhildur Gunnarsdóttir (Reykjavik, 2022-12-09)

#1200

Í okkar samfélagi er skortur á félagsauð og samkomustöðum fyrir þau sem lifa á jaðrinum. Ég sá í starfi með fullorðnu fólki með geðraskanir á vegum borgarinnar hver mikils virði staðurinn er fyrir daglegt líf þess fólks sem hann sækir.

Sara Sigurbjörns-Öldudóttir (Reykjavík, 2022-12-09)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...