Við mótmælum styttingu náms til hjúkrunarfræði!

Athugasemdir

#232

Hvernig væri að hækka laun hjúkrunarfræðinga í stað þess að stytta námið til að auka aðsókn í það og þar af leiðandi útskrifa verr undirbúna hjúkrunarfræðinga. Námið er mjög krefjandi og erfitt og duga 2 ár engan vegin til að þjálfa upp fullfæra hjúkrunarfræðinga! Við stofnum lífi okkar í hættu með því!

(Akureyri, 2017-06-07)

#239

Algjört rugl og vitleysa að láta sér detta þetta í hug. Berum virðingu fyrir okkar starfi, hjúkrunarfræðingar, og látum þetta ekki gerast!!

(Kópavogur, 2017-06-07)

#241

Móðgun við starfandi hjúkrunarfræðinga sem hafa gengið í gegnum þetta nám!

(Reykjavík, 2017-06-07)

#270

2 ár nægja engan veginn til að læra hjúkrunarfræði, alveg sama hvort öðru háskólanám hafi verið lokið fyrir þann tíma eður ei. Fráleit hugmynd!

(Kópavogur, 2017-06-07)

#272

Fáránlegt ! Þesss þó
Heldur að gefa sjúkraliðum þessa styttingu!!!!!

(Reykjavík , 2017-06-07)

#293

Sem nemi í hjúkrunarfræði er ég fullfær um að meta það að tvö ár duga ekki til að fá fullfæra hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar gera fleira heldur en skeina og baða og er tveggja ára nám ekki nóg. Við stofnun okkur í hættu með því að stytta námið!

(Akranes, 2017-06-07)

#312

Það er til nægilegur fjöldi hjúkrunarfræðinga í landinu en þeir eru bara í betur launuðum störfum. Það er hægt að fá þá til starfa með því að greiða mannsæmandi laun.

(Reykjavík, 2017-06-07)

#332

Væri ekki nær að nota það fjármagn sem ætlunin er að setja í þetta til þess laða að það fólk sem þegar hefur lokið námi í hjúkrunarfræði en hefur leitað í önnur störf vegna kjaranna. Mér finnst þetta hneyksli!

(Reykjavík, 2017-06-07)

#340

Er á móti þessum breytingum

(Garðabær, 2017-06-07)

#341

Gjaldfellum ekki hjúkrunarfræðinám.

(Reykjavík, 2017-06-07)

#342

Mer finnst þessi tillaga ekki réttmæt og stangast a kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga

(Akureri, 2017-06-07)

#351

Verið er að lítillækka námið okkar î hjúkrunarfræði!

(Akureyri, 2017-06-07)

#360

Mér finnst þetta gjörsöm óvirðing gagnvart baráttu hjúkrunarfræðinga til að fá nokkurn tímann mannsæmandi laun. Í stað þess að horfa á raunveruleg sök skortsins á hjúkrunarfræðingum, sem eru fyrst og fremst léleg laun, þá eru leiðir einfaldaðar fyrir aðrar stéttir til að vinna okkar vinnu, sem persónulega er eins og blaut tuska í andlitið á mér sem hjúkrunarfræðinema. Afhverju sóttu nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar nú í sumar ekki um á LSH? Jú vegna þess að grunnlaun voru ekki sambærileg grunnlaunum á öðrum vinnustöðum. Er ekki ráð að byrja á því að leysa þann vanda?
Sú smáa ástríða sem drífur mann áfram í starfinu, þrátt fyrir stanslaust álag og tekjur sem nægja ekki einstæðum foreldrum eftir 4 ára nám, fíkur fljótt út um gluggan ef þetta verður að veruleika.

(Reykjavík, 2017-06-07)

#370

Frekar að hækka laun hjúkrunarfræðinga og hleypa fleirum inn í námið, það myndi auka aðsókn,

(Hafnarfjörður, 2017-06-08)

#385

Vanvirðing og niðurlæging við fagið.

(Sönderborg , 2017-06-08)