Hvað vilja Vestmannaeyingar í ferjumálum?

"Er ekki komin tími til að kjósa um hvað Vestmannaeyingar vilja í ferjumálum. Hvort við viljum láta smíða þessa litlu ferju eða leigja skipið sem stendur til boða og sannreyna hvort staðhæfingar Siglingastofnunar um grunnristara skip eitt og sér leysi allan vanda Landeyjahafnar. Fólk er orðið þreytt á biðlistum og ef þessi ferja verður smíðuð verða biðlistar næstu 20 árin. Það er ekki það sem við viljum. En með því að leigja stærri ferju kæmumst við að raunverulegri flutningsþörf á farþegum og bílum til Eyja.
Er ekki kominn tími til að fá ferju sem tekur mið af spá Vegagerðarinnar um farþegafjölda til 2017, sem er 700.000 farþegar. Væri ekki ráð að leigja þessa ferju og sjá hvort hún virkar. Ef hún virkar ekki þá bara skilum við henni en ef hún virkar þá kaupum við hana eða smíðum sambærilegt skip. En ef við smíðum þessa ferju sem er í hönnun og hún virkar ekki sitjum við uppi með skipið" (HB). (http://www.eyjafrettir.is/greinar/hvad-vilja-vestmannaeyingar-i-ferjumalum/2014-11-23)
 

 

VIÐ VILJUM KJÓSA UM FRAMTÍÐ FERJUMÁLA Í SAMGÖNGUM VESTMANNAEYJA.