Samgöngurnar í lag takk

Quoted post

Ella

#2 Dæmisögur um áhrif verkfallsins

2014-03-18 09:30

Væri ekki gott ráð að þeir sem hafa sögu af segja frá því hvaða slæmu áhrif verkfallið hefur haft á þau persónulega eða vegna fyrirtækis, segi þá sögu hér?

Svör


Gestur

#61 Re: Dæmisögur um áhrif verkfallsins

2014-03-27 14:02:14

#2: Ella - Dæmisögur um áhrif verkfallsins

Ég elska Vestmannaeyjar  og að búa her með fjölskylduna mína.  Persónulega er ég að gefast upp. Fyrst var það heilbrigðiskerfið og núna eru það samgöngurnar ofaná það.  Ég finn verulega fyrir þessu þar sem ég á von á barni og þarf að ferðast upp á land til þess að komast í sónar og almenilegar læknis skoðanir.  Þetta tekur á andlega, líkamlega og fjárhagslega fyrir okkur.  Svona svo dæmi sé tekið þá kostaði það fyrir mína fjölskyldu um 50 þúsuns ferð fram og til baka upp á land  (flug aðra leiðina fyrir mig ) fyrir læknisferð sem hefði leikandi verið hægt að gera hér í Eyjum.   Útaf samgöngum þá misti maðurinn minn  úr vinnu  fimmt ,föst ,mán og  stóran hluta af þriðjudeginum og  börnin jafn mikið úr skóla.  Við erum rétt að skríða í gegnum mánuðinn  og má lítið koma upp á  og um 50 000 kr auka kostnaður og nokkra daga vinnu tap og gríðalegt fyrir venjulega fjölskyldu.    Það er ekki beinnt hlaupið að því að komast upp á land í jarðafarir og þess háttar.