Áskorun til Forseta Íslands um afsögn


Gestur

/ #51

2013-07-10 14:13

Þegar ég kaus þig til forseta bjóst ég við consistency frá þér Óli. Ég stóð með þér í Icesave og síðan hrunið varð hef ég verið ánægður með störf þín í þágu Íslands. Mér finnst ástæður bakvið þína afstöðu í besta falli lélegar.´Þú ert ekki viljugur til að neyða þjóðaratkvæðagreiðslu við ákveðnar hækkanir/lækkanir tekjuliða ríkisins, en samt varst þú viljugur til að hætta á stjórhækkanir í skuldalið ríkisins með því að synja Icesave(sem ég endurtek að ég var sammála þér um).
Þegar þú tekur stöðu gegn þjóð þinni held ég að tími sé kominn til að fara.

Að lokum vildi ég gjarnan fá lista yfir hvenær þú ert tilbúinn að neyta lögum útfrá undirskriftarlistum. Ég dró þá ályktun frá þér við forsetakostningar að þegar stórhluti kostningarbærra manna myndi mótmæla, sbr. Icesave og nú fiskveiðilögum myndir þó standa með þeim hluta þjóðar og fá úrskorið hver raunveruleg skoðun almennings væri. Það er greinilega ekki svo, þannig að ég held að það sé tímabært að fá að vita í hvaða aðstæðum þú ert ekki tilbúinn að vísa málum til þjóðaratkvæðis, því mér finnst miður ef það á að ákveðast á andlegu ástandi þíns hvers tíma.