Klárum dæmið


Gestur

/ #10

2013-04-22 12:32

Aðildarviðræðum fylgir aðlögun. Það er heiðarlegt að spyrja hvort við viljum klára aðlögun að ESB og kjósa síðan um að hætta við.

Evrópusambandið er löngu hætt að bjóða upp á pakkaferðir til Brussel til að sjá hvað sé í boði enda liggur fyrir að þeirra hálfu að regluverk sambandsins er ekki umsemjanlegt í neinu sem skiptir máli.

Ástæðan fyrir því að ekkert hefur gengið í fjögur ár í "samningaviðræðum" við ESB er sú að ekki eru til valdheimildir frá alþingi um þá aðlögun sem ESB krefst að fari fram samhliða aðildarviðræðum.

Tími til komin að hætta þessum blekkingarleik og taka upp upplýsta umræðu um ESB áður en áfram verður haldið í aðlögunarferlinu.