Áskorun - Lágvöruverðsverslun á Flúðum í Hrunamannahreppi

Við íbúar og reglulegir gestir í Hrunamannahreppi skorum á rekstraraðila lágvöruverðsverslana til að opna verslun í Hrunamannahreppi. Við erum þreytt á þeirri bágbornu þjónustu sem við fáum frá núverandi verslun sem þjónar ekki íbúum og gestum sveitarfélagsins vel. Bæði er verðið mjög hátt og vöruúrval ekki stílað inná þarfir heimamanna og gesta sem dvelja í lengri tíma. Íbúar þann 1. júní 2020 í Hrunamannahreppi og nágrannasveitarfélögunum tveimur sem liggja að hreppnum telja samtals 2.620[1] íbúa, auk þess sem þar er að mikill fjöldi sumarhúsa en í uppsveitum Árnessýslu eru yfir 7.000[2] sumarhús. Því teljum við forsendur vera fullnægjandi til að opna lágvöruverðverslun á Flúðum í Hrunamannahreppi. Þar sem mikill vöxtur og blómlegt líf er að finna í uppsveitum Árnessýslu.

[1] https://skra.is/um-okkur/frettir/frett/2020/06/02/Ibuafjoldi-eftir-sveitarfelogum-juni-2020/

[2] http://www.sveitir.is/files/uppsveitir-2018-prent.pdf/

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Daði Geir Samúelsson to hand over the information I provide on this form to those who have power on this issue.







Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...