Þjóðaratkvæði vegna vopnavæðingar hinnar almennu lögreglu.

Við undirrituð skorum á stjórnvöld að efla til þjóðaratkvæðagreiðslu hið fyrsta um hvort vélbyssuvæða beri hinn almenna lögreglumann.  Jafnframt skorum við á stjórnvöld leggja blátt bann við notkun hverskyns drápstóla af hálfu hins almenna lögregluþjóns þar til vilji þjóðarinnar liggur fyrir.

Hér er um að ræða grundvallarbreytingar á því umhverfi er íslenskt samfélag hefur búið við hvað vopnaburð lögreglu varðar.  Við teljum það því vera mannréttindi okkar í lýðræðislegu samfélagi, að fá um það að kjósa hvort vilji sé fyrir þeim veigamiklu breytingum sem þessi tiltekna vopnavæðing mun hafa.