ENDURRHEIMTUM MÖTUNEITI LISTAHÁSKÓLANS

    Mötuneytin sem við höfum í húsum LHI er einn af hornsteinum skólastarfsins og það er ákveðið sameiningartákn fyrir okkur, griðastaður þar sem nemendur og starfsfólk kemur saman. Daglega á sér þar stað umræða og samtal sem er lífsnauðsynlegt hverri listaakademíu, og ekki síður skiptir það miklu máli að maturinn sem hefur verið á boðstólnum í mötuneytinu sé hollur, næringarríkur og ferskur og við viljum að hann verið það áfram. Mikil óánægja hefur myndast vegna frétta varðandi breytingar á mötuneyti Listaháskóla Íslands og að matreiðslufólkinu (sem heldur í okkur lífinu) hafi verið sagt upp störfum.

Við viljum að matreiðslufólkið verði endurráðið og að mötuneytin verði óbreytt. Þess vegna höfum við leitað undirskrifta hjá öllum nemendum, starfsfólki og velunnurum skólans.