Áskorun til borgaryfirvalda um úrbætur á lóð Háteigsskóla

Við undirrituð, foreldrar barna í Háteigsskóla, skorum á borgaryfirvöld að bæta ástand skólalóðarinnar við Háteigsskóla. Ástand hennar hefur um langa hríð verið algjörlega óásættanlegt, eftir að skúrar fyrir frístundasstarf nemenda voru byggðir á lóðinni. Stór hluti lóðarinnar er eitt drullusvað, sérstaklega í votviðri eins og hefur verið ríkjandi á þessu skólaári 2016-2017, eins og sést á meðfylgjandi myndum. Í frosti verður svæðið allt einn svellbunki.

Við skorum einnig á borgaryfirvöld að taka til endurskoðunar áform um byggingu íbúðarhúsnæðis á lóð Kennaraháskólans, og að taka til greina fjölmargar ábendingar og athugasemdir frá skólastjórnendum Háteigsskóla og foreldra barna við skólann, varðandi byggingaráformin. Nauðsynlegt er að stækka lóðina við skólann og það er nægt pláss á lóð Kennaraháskólans til þess, verði byggingaráform endurskoðuð.

 

 

16830923_10155138995353777_2041575896110235603_n.jpg16729132_10155138995738777_8721692668387699705_n.jpg


OR

Your email address will not be published on our site. However, the author of the petition will see all the information you provide on this form.

You will receive an email with a link to confirm your signature. Please check your inbox (and spam folder).
Facebook