Hvetjum stjórnvöld til að falla frá niðurskurði í vísindi

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir stórfelldum niðurskurði til Rannsóknasjóðs  Vísinda- og tækniráðs, þrátt fyrir að fjárveitingar til hans sé nú mikið lægri en í sambærilega sjóði á nágrannalöndunum.  

  • Vísindi eru undirstaða framfara í samfélaginu og forsenda nýsköpunar í atvinnulífinu

  • Samkeppnissjóðir fjármagna bestu vísindin, tryggja menntun og nýliðun og eru nauðsynlegir til að íslenskir vísindamenn geti sótt fé í erlenda samkeppnissjóði

  • Atgervisflótti úr íslensku vísindasamfélagi er þegar orðinn mikill og ljóst að hann mun aukast ef af fyrirhuguðum niðurskurði verður, þar sem 25 störf ungra vísindamanna munu þá hverfa strax á næsta ári  

Í nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem stýrt er af forsætisráðherra, eru metnaðarfull og skýr markmið um eflingu íslensks þekkingarsamfélags. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að fjárfesting í rannsóknum og þróun fari úr 2 í 3% af landsframleiðslu, en til þess einungis að halda í við núverandi landsframleiðslu þyrfti að auka fjármagn í Rannsóknasjóð um milljarð.  

Við, undirrituð, hvetjum stjórnvöld til að hugsa til framtíðar og auka fjárveitingar til samkeppnissjóða Vísinda- og tækniráðs.