hafnarstraeti

Velkomin.

Ég vona innilega að þessi undirskriftarlisti verði til þess að deiliskipulag við Drottningarbautarreit verði slegið af. Nú stefnir allt í það að framkvæmdir muni byrja næstkomandi haust. Ég vil meina að ef við leggjumst öll á eitt og skrifum undir þennan lista hljóti það að leiða það af sér að bæjarstjórn geti einfaldlega ekki hunsað vilja meirihlutans lengur. 

Fyrir þá sem ekki vita um hvað málið snýst þá í stuttu máli stendur til að gera; 100 herbergja hótel á þremur hæðum og þrjú þriggja hæða hús með verslunarstarfsemi á neðstu hæð fyrir framan Hafnarstræti norðan við leikhúsið. Ofan á bílastæðin sem standa þar nú sem þýðir að bílastæðafjöldi minnkar til muna, gömlu húsin sjást ekki lengur, "póstkortamyndirnar" (bæjarmyndin) verður eyðilögð að eilífu. 

http://www.akureyrivikublad.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/02/ak-4.jpg

 

Fyrir þá sem vilja afla sér meiri upplýsinga um málið bendi ég á þessar greinar:
http://www.akureyrivikublad.is/akvbl/umraedan/2013/03/02/nu-reynir-a-okkur/

http://www.tumblr.com/blog/ingibjorgb

http://www.akureyrivikublad.is/akvbl/umraedan/2013/03/16/athugasemdir-borgara-virtar-ad-vettugi/

http://www.visir.is/eydilegging-a-midbae-akureyrar/article/200952463893

http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Lodir/DrottningaSkilmalar.pdf

Stöndum saman og mótmælum þessari hræðilegu eyðileggingu á bæjarmyndinni okkar. Ég vil allavega geta keyrt eftir drottningarbrautinni og dáðst að gömlu húsunum og miðbænum án þess að grjóthnullungar í allt öðrum stíl skyggi á.. Hvað með þig?