Nýtum refsirammann til fulls gegn ölvunarakstri

Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans

Þessi umræðuþráður hefur verið sjálkrafa búinn til vegna undirskriftarsöfnunar Nýtum refsirammann til fulls gegn ölvunarakstri.


Gestur

#1

2013-09-22 14:09

Verum ábyrg

Gestur

#2

2013-09-22 16:33

Skrifa undir kæra fólk, hlýtur að skipta okkur jafn miklu máli og flugvöllur !

Gestur

#3

2013-09-22 17:06

Ölvunarakstur er brjálæði!

Gestur

#4

2013-09-22 22:30

Styð þetta alla leið

Gestur

#5

2013-09-22 22:35

notum refsirammann

Gestur

#6

2013-09-22 22:59

Ég er alfarið á móti því að setjast undir stýri undir áhrifum og hef alltaf verið, og tæki því fagnandi ef refsiramminn yrði nýttur til fulls

Gestur

#7

2013-09-22 23:58

Ölvunarakstur er ekki gáleysi!


Gestur

#8

2013-09-23 19:19

Mér finnst líka að það eigi að dæma fyrir manndráp, það er ekkert sem heitir gáleysi þegar þú velur að aka undir áhrifum

Gestur

#9

2013-09-29 20:09

sá - eða þeir - sem kom þessum lista af stað: kærar þakkir.

Gestur

#10

2013-09-30 11:59

Ég skrifaði undir þessa áskorun því að mér finnst þyngri refsing senda þau skilaboð að ölvunarakstur sé alvarlegt afbrot og dauðans alvara. Ég trúi því að það geti haft áhrif á viðhorf fólks og að það grípi þá frekar inn í og hindri aðra í því að aka undir áhrifum. Einhverjir munu líka sleppa því að nota bílinn. Þannig gæti þyngri refsing fækkað brotum og bjargað lífi.

Líf og heilsa einnar manneskju stendur aldrei ein og stök, það standa fjölskyldur að bæði þolendum og gerendum, sem aldrei verða samar. Eitt tilvik þýðir í raun hamingju og framtíð fjölmargra tengdra einstaklinga.

Gestur

#11

2013-12-18 00:39

Þrátt fyrir efasemdir um að þetta sé nægt er þetta ábending um að það þarf algera hugarfarsbreytingu hjá okkur og þar með öllum "hinum". Takk.

Gestur

#12

2013-12-18 09:03

Þyngri dóma og lengri ökusviftingu.
Fredd

#13 Ósammála

2013-12-18 10:56

Það þarf hugarfars-breytingu meðal þjóðfélagsins. Til dæmis eru hestamenn nánast hættir að fara á bak fullir eftir hestamannapartí. Þetta gerðist þegar hópurinn fór sjálfur að taka á því hvað væri ásættanleg hegðun í stað þess að lögjafavaldið eða dómsvaldið breytti hegðun sinni.

Það er nefnilega þannig að ölvaður maður hugsar sig ekki tvisvar um, vegna þess að hann er ölvaður. Það að refsiramminn sé betur nýttur breytir ekki ölvunarástandi einstaklingssin.
Morten

#14 Hugum líka að lækkun refsimarka í 0,02 á hundraði

2013-12-18 21:33

Tek undir. Þetta er gott framtak hjá Samma.

En ekki siður mikilvægt en að fullnýta refsiramman, er að lækka viðmiðið úr 0,5 prómill í 0,2 prómill.
Þessi lagabreyting mundi vonandi hafa þau áhríf að fólk hætta að halda að það megi aka eftir einum bjór, eða glasi af víni. Mörkin eru nú þegar 0,2 í Noregi og Svíþjóð að mér skilst. Og þessi breyting var lögð til í frumvörpunum um heildarendurskoðun umferðarlaga sem nokkrum þingum í röð hafa mistekist að klára.
Sjá http://www.althingi.is/altext/140/s/1050.html eða ( fyrri /altext/141/s/0180.html ) 45.grein og aðrar.
Ákvæði um upptöku ökutækis og að það verði beitt fyrr, gæti líka haft fælandi áhrif.

Loks : Hlekkurinn um sektareiknivélin er núna hér : http://ww2.us.is/node/1023

Gestur

#15

2013-12-19 11:43

Ég vill líka sjá hert viðurlög við vímuefnaakstri og skilvirkari.

Til dæmis allt eftirfarandi:

að menn væru dæmdir í tafarlausa vímuefnameðferð sem hæfist innan sólarhrings frá broti og tæki fjórar til sex vikur.
að ökutæki verði gert upptækt.
að sektir verði látnar borga meðferðina.

Rökstuðningur minn er sá:

að of margir deyja af völdum ölvunarakstur og þar af allt of margir saklausir borgarar.
að tafarlaus útilokun frá samfélaginu er líklegust til þess að vera fælingarmáttur.
að vímuefnaakstur er nægilegt merki um vímuefnamisnotkun sem þarfnast meðferðar.
að upptaka á bíl eflir aðstandendur í að stöðva vímuefnaakstur.
að greiðsla meðferðar kemur í veg fyrir að menn keyri undir áhrifum til þess að komast í meðferð.

Vímuefnaakstur er á samfélagslega ábyrgð og við þurfum að taka á því saman með hertum viðurlögum.

Þegar vímuefnaakstur leiðir til manndráps, þá á að sjálfsögðu að dæma sem næst þeim refsiramma sem lög bjóða upp á enda um vítavert gáleysi að ræða. Refsiramminn er sex ára fangelsi.