Bættar strætósamgöngur á Álftanesi

Áskorun til bæjarstjórnar Garðabæjar - október 2016 

Við undirritaðir íbúar á Álftanesi krefjumst þess að almenningssamgöngur á Álftanesi verði bættar sem allra fyrst. Álftanes er 2500 manna samfélag í fimm kílómetra fjarlægð frá næstu stofnbraut Strætó bs. Með núverandi leiðarkerfi vagns nr. 23 er strætó óraunhæfur samgöngukostur fyrir okkur Álftnesinga.

Samgöngur þurfa að lágmarki að vera sem hér segir:

  • Að strætó gangi á Álftanes samfellt á hálftíma fresti alla virka daga án þess að sleppa einni ferð að morgni og fjórum ferðum um hádegi eins og nú er  
  • Að strætó gangi á klukkutíma fresti á sunnu – og helgidögum
  • Að samgöngur hefjist fyrr á morgnana á virkum dögum (t.d. kl. 6:46 líkt og leiðir nr. 2 og 24 sem liggja um Garðabæ)
  • Að strætó gangi á klukkustundar fresti öll kvöld vikunnar fram til klukkan 24

 


OR

Your email address will not be published on our site. However, the author of the petition will see all the information you provide on this form.

You will receive an email with a link to confirm your signature. Please check your inbox (and spam folder).
Facebook