Áskorun til menntamálayfirvalda um ráðningu skólastjórnenda við Fjölbrautaskólann við Ármúla

Starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla senda svohljóðandi áskorun til menntamálayfirvalda:

Í ljósi undangenginna atburða í skólastarfi Fjölbrautaskólans við Ármúla skora starfsmenn hans á menntamálaráðherra Kristján Þór Júlíusson að gefa þeim stjórnendum sem tóku við rekstrinum til brágðabirgða kost á að ljúka skólaárinu (haust 2017- vor 2018). Skólastarfið er viðkvæmt enda gengið í gegnum mikla óvissu og álag. Það er ekki skynsamlegt að koma meira róti á það með því að setja nýja stjórnendur inn í starfið á miðri önn. Ánægja hefur verið með starfandi stjórnendur Ólaf Hjört Sigurjónsson sitjandi skólameistara og Súsönnu Margréti Gestsdóttur sem gegnir nú starfi aðstoðar skólameistara en þau hafa bæði yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi skólans og njóta trausts starfsmanna.


Róbert Örvar Ferdinandsson (Starfsmannafélag Fjölbrautaskólans við Ármúla)    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans


OR

Your email address will not be published on our site. However, the author of the petition will see all the information you provide on this form.

You will receive an email with a link to confirm your signature. Please check your inbox (and spam folder).
Facebook